Eftirtíðalok

Það sem breytingaskeiðið kenndi mér - A podcast by RÚV

Í þessum síðasta þætti verður fjallað um þriðja undirtímabil breytingaskeiðsins, eftirtíðalokin (e. postmenopause). Rætt verður um þetta tímabil út frá mannfræðilegu sjónarhorni, og skoðaðar verða þær breytingar sem verða á stöðu og upplifun kvenna þegar þær komast á eftirtíðalokaskeiðið. Skoðaðar verða leiðir til að takast á við einkenni með óhefðbundnum lækningum, auk þess sem sjónum verður beint að mikilvægi réttrar næringar fyrir konur á breytingaskeiðinu. Viðmælendur þáttarins eru Arndís Bergsdóttir, doktor í safnafræði, Birna Ásbjörnsdóttir, næringarfræðingur, Dagmar Eiríksdóttir, nálastungulæknir, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, mannfræðingur, Jóhann Heiðar Jóhannsson, formaður Orðanefndar læknafélaganna, Sara Stef. Hildardóttir, upplýsingafræðingur, og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði. Umsjón: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir. Aðstoð við þáttagerð: Þorgerður E. Sigurðardóttir.