Tíðahvörf

Það sem breytingaskeiðið kenndi mér - A podcast by RÚV

Í þessum þætti verður fjallað um fyrsta undirtímabil breytingaskeiðsins, tíðahvörfin (e. perimenopause). Þessu tímabili er gjarnan lýst sem flóknasta og erfiðasta hluta breytingaskeiðsins. Rætt verður um einkenni, áskoranir og leiðir til að takast á við tíðahvörfin, með áherslu á kynheilbrigði og þá samfélagslegu þætti sem móta ríkjandi ímyndir af miðaldra konum. Viðmælendur eru Áslaug Kristjánsdóttir, kynfræðingur, Jens A. Guðmundsson, kvensjúkdómalæknir, og Jóhann Heiðar Jóhannsson, formaður Orðanefndar læknafélaganna. Umsjón: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir. Aðstoð við dagskrárgerð: Þorgerður E. Sigurðardóttir.