Tíðalok

Það sem breytingaskeiðið kenndi mér - A podcast by RÚV

Í þessum þætti verður fjallað um annað undirtímabil breytingaskeiðsins, tíðalokin (e. menopause). Þetta tímabil sem í raun varir einungis í einn dag en fer fram hjá mörgum konum. Rætt verður hvaða tilgangi breytingaskeiðið þjónar í þróunarlíffræðilegu tilliti, og mismunandi hugmyndir um það í gegnum söguna reifaðar. Þá verður fjallað um hormónalyf sem meðferð við einkennum breytingaskeiðsins og leitað verður svara við kostum og göllum slíkrar meðferðar. Viðmælendur þáttarins eru Álfheiður Steinþórsdóttir, sálfræðingur, Jóhann Heiðar Jóhannsson, formaður Orðanefndar læknafélaganna, og Laufey Tryggvadóttir, faraldsfræðingur. Umsjón: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir. Aðstoð við þáttagerð: Þorgerður E. Sigurðardóttir.