Fyrsti þáttur

Allir deyja - A podcast by RÚV

Útfararstjórar deyja. Nammigrísir deyja. Prestur deyr. Áhugamenn um tölvu- og byssuleiki deyja. Í þáttunum Allir deyja er rætt við fólk um dauðann - hvert er samband okkar við dauðann? Hvernig breytist það með aldrinum? Eigum við til að forðast dauðann? Hvað tekur við? Viðtölin í þessum þáttum hófust sem rannsóknarverkefni fyrir Borgarleikhúsið, þar sem spyrill þáttanna starfar sem leikskáld. Rætt var við Hrefnu Hugósdóttur, Heru Fönn Lárusdóttur, Jón Kristinn Símonarson, Sigurð Stein Símonarson, Leo Hilaj, Jórunni Elenóru Haraldsdóttur, Ingu Margréti Bragadóttur og Hafdísi Huld Helgadóttur. Tónlistarval: Friðrik Margrétar- Guðmundsson. Samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir. Umsjón: Matthías Tryggvi Haraldsson.