Glúm-kynslóðin (með Tóta Leifs)

Athyglisbrestur á lokastigi - A podcast by Útvarp 101

Podcast artwork

Að þessu sinni er feðraveldið sjálft, Þórarinn Leifsson, gestur þáttarins, enda kominn tími til að Lóa og Salka heyri loksins skoðanir alvöru miðaldra íslensks karlmanns - „Nothing about us without us“ og allt það. Þórarinn, eða Tóti Nei eins og hann var kallaður á unglingsárunum er pabbi Sölku og rithöfundur, en í þættinum ræðum við nýútkomna bók hans „Út að drepa túrista“, léttar alhæfingar um þjóðir, hvað kosningabarátta er leiðinleg og af hverju karlmenn á miðjum aldri deita yngri konur eftir tuttugu ára hjónabönd.