Leyndardómar gullborganna og fall Mexíkó
Blóði drifin byggingarlist - A podcast by RÚV
Categories:
Í þessum þætti höldum við til nýja heimsins, Ameríku. Þar fjöllum við um leyndardóma gullborganna og skoðum menningu og byggingararfleifð Astekanna í Mexíkó. Kynnum okkur hvernig evrópskir landvinningamenn 16. aldar réðust inn í Ameríku í ofsafenginni leit sinni að gulli og grænum skógum og hvaða áhrif sú innrás hafði á líf og menningu innfæddra. Umsjón: Hilmar Hildar Magnúsarson. Lesarar í þættinum ásamt Hilmari: Júlía Margrét Einarsdóttir, Kristófer Kvaran og Sigríður Birna Valsdóttir. Tæknistjórn/samsetning: Lydía Grétarsdóttir.