Sagan af Mosku Babúrs keisara

Blóði drifin byggingarlist - A podcast by RÚV

Í þessum fyrsta þætti Blóði drifinnar byggingarlistar höldum við til Indlands og lítum á hvernig aldalangar erjur hafa mótað þetta gríðarstóra og flókna samfélag fram á okkar daga. Við skoðum landvinninga íslamskra höfðingja, þjóðernishyggju hjá hindúum og nýlendustefnu breska heimsveldisins. En við dveljum einkum við hryggilega sögu einnar tiltekinnar byggingar, Mosku Babúrs keisara, og reynum að lesa í áhrif hennar á Indland og alþjóðasamfélagið. Umsjón: Hilmar Hildar Magnúsarson. Lesari í þættinum: Lesari í þættinum með Hilmari er Sigríður Birna Valsdóttir. Tæknistjórn/samsetning: Lydía Grétarsdóttir.