Voru svona margir vasar í Írak?

Blóði drifin byggingarlist - A podcast by RÚV

Í sjötta þætti höldum við til landsins milli fljótanna, Mesópótamíu, og lítum á hvernig hin svokallaða vagga siðmenningar hefur verið vanvirt í gegnum tíðina. Ekki síst af stórveldum veraldarsögunnar. Við skoðum fornleifauppgröft og fjársjóðsleitir og spáum í hvernig menningararfurinn hefur verið notaður við byggingu ríkisvalds og sjálfsmyndar. Við skoðum innrás Bandaríkjamanna í Írak árið 2003, ringulreiðina sem hún olli og upprisu öfgaafla í kjölfarið. Afla sem hafa haldið svæðinu í helgreipum undanfarin ár. Drepið fólk. Lagt menningararfinn í rúst. Og óspart nýtt sér netið og samfélagsmiðla til að vekja ótta og hrylling, breiða út hugmyndafræðina og afla nýrra fylgismanna. Umsjón: Hilmar Hildar Magnúsarson. Lesarar í þættinum ásamt Hilmari: Kristófer Kvaran og Sigríður Birna Valsdóttir. Tæknistjórn/samsetning: Lydía Grétarsdóttir.