Sigurlína Ingvarsdóttir - Framleiðandi

Þegar ég verð stór - A podcast by Útvarp 101

Við snúum aftur með sérstakan þátt fyrir UAK, Ungar Athafnakonur. Sigurlína mun flytja lokaerindi á UAK ráðstefnunni Frá aðgerðum til áhrifa – Vertu breytingin þann 27.febrúar nk. Viðmælandinn að þessu sinni er Sigurlína Ingvarsdóttir, oftast kölluð Lína, en hún starfaði í þróun tölvuleikja hjá EA DICE, og vann að Star Wars Battlefront og varð síðar yfirframleiðandi FIFA, sem allir ættu að þekkja. Hún er verkfræðingur og lauk prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands en í þessum þætti fáum við að skyggnast inn í hennar vegferð og hvernig það kom til að hún fór að vinna fyrir stærstu tölvuleikjarisa heims án þess að hafa nokkra þekkingu hvernig tölvuleikir yrðu að veruleika. Í þættinum fer hún yfir hin ýmsu ævintýri sem hafa orðið á hennar vegferð, æskuárin og árin í MR, hvernig það var að losna úr þægindarammanum og flytja alla fjölskylduna til Svíþjóðar og vinna hjá tölvuleikjarisa og allt sem hún hefur fyrir stafni í dag.