Vélfagsmálið og njósnastarfsemi Rússlands í Evrópu

Þetta helst - A podcast by RÚV

Podcast artwork

Umræðan um njósnir og undirróður Rússlands Vladimírs Pútíns er farin að teygja sig meira og meira til Íslands. Í síðustu viku var aðalmeðferð í dómsmáli sem tengist þessari umræðu. Málið er án hliðstæðu hér á landi. Þetta er mál íslenska tæknifyrirtækisins Vélfags gegn íslenska ríkinu. Málið snýst um efnahagsþvinganir sem íslenska ríkið setti á tæknifyrirtækið Vélfag á Akureyri vegna eigendatengsla fyrirtækis rússneska auðmannsins Vitaly Orlov við Vélag. Fyrirtæki Orlovs heitir Norebo og var fyrirtækið sett á lista Evropusambandsins yfir ríki sem eru beitt efnahagsþvingunum fyrr á árinu. Ástæðan er sú að Norebo er talið stunda njósnir og undirróðursstarfemi fyrir rússnesk stjórnvöld í Evrópu. Evrópusambandið hefur sett 2700 fyrirtæki og einstaklinga á þennan lista yfir þá sem sæta efnahagsþvingunum. Vélfag ber af sér sakir og reynir að fá efnahagsþvingunum Arion banka og íslenska ríkisins hnekkt fyrir dómi. Rætt er við hernaðarsagnfræðinginn Erling Erlingsson og alþjóðastjórnmálafræðinginn Bjarna Braga Kjartsson um undirróður Rússlands í Evrópu og Vélfagsmálið. Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson