Arnar Grétars: Lítum vel út fram á við núna

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 síðasta laugardag. Þar fór hann yfir stöðuna hjá Kópavogsliðinu sem hefur verið duglegt á leikmannarkaðnum að undanförnu. Breiðabliki gekk illa í markaskorun í fyrra en hefur styrkt sóknarleikinn með því að fá Martin Lund Pedersen frá Fjölni, Aron Bjarnason frá ÍBV og Hrvoje Tokic frá Víkingi Ólafsvík.