Beint frá Indónesíu - Upphitun fyrir landsleikinn á morgun

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Ísland mætir landsliði Indónesíu í vináttulandsleik í Jakarta á morgun sunnudag. Á fimmtudag var leikið gegn úrvalsliði indónesísku deildarinnar og vannst þar 6-0 sigur. Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari býst við erfiðari leik gegn öflugri leikmönnum á morgun en mikill áhugi er fyrir leiknum í Indónesíu. Elvar Geir Magnússon, Benedikt Bóas Hinriksson og Guðlaugur Baldursson ræddu um þetta landsliðsverkefni í útvarpsþættinum og þá var hringt út þar sem Heimir sjálfur var á línunni.