Bestur í 19. umferð: Býst við að fara aftur út eftir tímabilið
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
„Ég hef kannski ekki beint svarið við því hver ástæðan er, svona fór þetta bara, en ég á eitt ár eftir og ég býst við því að ég fari aftur út eftir tímabilið," sagði Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í dag. Hann var þarna að ræða um dvöl sína hjá Lilleström í Noregi, en hann er í láni hjá Breiðablik út þetta leiktímabil. Árni er leikmaður 19. umferðar í Pepsi-deildinni, en hann skoraði tvívegis í 3-0 sigri Blika á Valsmönnum á fimmtudagskvöldið. Hann hefur fundið sig vel eftir að hann kom aftur til Breiðabliks í félagsskiptaglugganum.