Bjarni Jó: Oft kærusturnar sem stoppa þetta
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
„Þetta er ekkert óeðlilegt. Þetta er svipuð staða og menn enduðu í fyrra. Fótbolta.net mótið hressti aðeins upp á sálarlífið og trú manna á að við getum náð aðeins betri árangri en í fyrra," segir Bjarni Jóhannsson þjálfari ÍBV en Fótbolti.net spáir liðinu 8. sæti í Pepsi-deildinni í ár. „Markmiðið er að losa sig við þessa botnbaráttu. Það er svo lítið á milli, að vera í ströggli eða vera í góðum málum. Góð byrjun geta fleytt mönnum langt og komið sjálfstraust í menn. Okkar markmið er fyrst og fremst að byggja upp gott lið á næstu þremur árum."