Brynjar Ásgeir og Gunnar - Lofa að Grindavík skorar meira í sumar

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Grindavík var spútnikliðið í Pepsi-deildinni í fyrra en nýliðarnir enduðu þá í 5. sæti. Grindavík hefur ekkert gefið eftir í vetur en liðið fór í úrslit bæði í Fótbolta.net mótinu og í Lengjubikarnum. Andri Rúnar Bjarnason skoraði 19 af 31 marki Grindvíkinga í fyrra en liðið hefur haldið sjó í vetur þó að hann sé horfinn á braut. Gunnar Þorsteinsson og Brynjar Ásgeir Guðmundsson leikmenn Grindavíkur telja að liðið geti fundið mörk frá öðrum stöðum eftir brotthvarf Andra.