Dagný Brynjars: Við erum orðnar svona ógeðslega góðar

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona og leikmaður Portland Thorns í Bandaríkjunum var í spjalli við Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson í Fótbolta.net þættinum á X-inu. Hún var þá á leiðinni í flug frá Glasgow til Íslands en eins og flestir vita, vann Ísland glæstan sigur á Skotum í undakeppni EM sem fram fer í Hollandi. Lokatölur urðu 4-0, í frábærum leik. Ísland þarf því aðeins að vinna Makedóníu á þriðjudag, til að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins. Hún segir það hafa verið ansi gaman að spila leikinn gegn Skotum.