Elvar og Tómas hituðu upp fyrir úrslitaleikinn

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Elvar Geir og Tómas Þór tóku veglega upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Stjarnan og Breiðablik mætast og var slegið á þráðinn til aðstoðarþjálfara liðanna. Jón Þór Hauksson og Guðmundur Steinarsson voru á línunni. Hvernig væri sameiginlegt lið hjá þessum tveimur félögum? Þá var spjallað við Kára Ársælsson sem var fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð bikarmeistari 2009.