Enski boltinn - Ástríða, Meistaradeild og saxað á City
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net
![](https://is2-ssl.mzstatic.com/image/thumb/Podcasts115/v4/41/83/da/4183da64-2f58-a489-5518-d80e6537fb52/mza_8633700291326584410.jpg/300x300bb-75.jpg)
Categories:
Farið var um víðan völl í Enska boltanum þessa vikuna. Farið var yfir síðustu umferð og tengt það við leiki ensku liðanna í Meistaradeildinni. Þeir Sverrir Mar Smárason og Gylfi Tryggvason ræddu málin með Sæbirni Steinke. Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni og átti ekkert skilið í gær, City getur ekki skorað gegn Palace og Liverpool vélin mallar og mallar. Arsenal er líklegast í 4. sætið en liðið á erfiða leiki eftir. Hvað gera liðin sem eru örugg um að falla ekki en eiga ekki möguleika á Evrópusæti? Chelsea harkar út sigra í mótlætinu en Gylfi gefur lítið fyrir að menn séu tilbúnir að keyra rútur og greiða ferðakostnað úr eigin vasa. Þetta og margt fleira í þætti kvöldsins. Enski boltinn er í boði Domino's (fyrir alla - allir að fá sér Góðgerðarpizzuna) og WhiteFox (fyrir 18 ára og eldri).