Enski boltinn - Spurs, landsleikir og draumalið
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net
Categories:
Hjálmar Örn Jóhannsson og Ingimar Helgi Finnsson, stuðningsmenn Tottenham, eru gestir vikunnar í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn." Þeir ræddu gengi Tottenham, leiki helgarinnar, landsleikina framundan og tóku þátt í leik þar sem þeir stilltu upp draumaliðum sínum í ensku úrvalsdeildinni með ákveðnum reglum. Meðal efnis: Ófyrirgefanlegt í Zagreb, endurnýjun hjá Tottenham, Mourinho endar ofar en Tuchel, Alli í fýlu, Kane fer ekki, Newcastle í brekku, hjólin á West Ham vagninum að detta af?, Ödegaard frábær, Football manager, Tottenham celeb á Ölver, hátt fjall hjá U21, A landsliðið þarf 6 stig, Viðar Örn Kjartansson og draumalið úr öllum liðum í ensku úrvalsdeildinni.