Enski boltinn - Stay humble, janúarglugginn og Luka pælingar
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Í gær kláraðist 24. umferð ensku úrvalsdeildarinnar með leik Chelsea og West Ham á Stamford Bridge. Stórleikur umferðarinnar var á sunnudag þegar Arsenal fór illa með Manchester City en það var nóg að ræða í kringum þann leik. Farið er yfir alla leiki umferðarinnar, janúargluggann sem var að klárast og svo er snert aðeins á körfubolta í lokin þegar rætt er um skipti Luka Doncic til Los Angeles Lakers. Eru þau tengd inn í fótboltann í þættinum. Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson stýrir og með honum eru Haraldur Örn Haraldsson og afmælisbarnið Magnús Haukur Harðarson.