Er mætingin á Pepsi-deildina í sumar vonbrigði?

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Hér má nálgast seinni hluta útvarpsþáttarins Fótbolti.net laugardaginn 4. ágúst. Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson voru í þættinum. Hringt var til Vestmannaeyja í Daníel Geir Moritz, fyrir Þjóðhátíðarleik ÍBV og Fylkis. Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, kom í heimsókn og ræddi um mætingu á Pepsi-deildina. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var á línunni frá Reading en Brynjar spilaði undir stjórn Erik Hamren sem virðist vera að taka við íslenska landsliðinu.