Flugeldasýning í opnunarleik og ný stjarna

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Magnaður opnunarleikur Pepsi Max-deildarinnar, 3-3 jafnteflisleikur Vals og Víkings, var til umfjöllunar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson ræddu um leikinn en Benni var á vellinum og gaf sína skýrslu. Hverjir voru bestir og hverjir stóðu alls ekki undan væntingum? Hinn 18 ára Logi Tómasson skoraði magnað mark í leiknum, klobbaði tvo varnarmenn og smellti boltanum í samskeytin. En hver er þessi nýja stjarna Pepsi Max-deildarinnar? Logi var á línunni og kom golf, handbolti, gel og tónlist við sögu.