Freysi: Skipinu beint til Hollands og ná árangri þar
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
„23 leikmenn fengu að byrja leik hjá okkur á þessu móti. Ég held að það hafi tekist að láta alla fá stórt hlutverk í leikjunum. Það var fullt af mjög skemmtilegum og jákvæðum svörum og við erum komin með fína breidd," segir Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna. Freyr fór yfir Algarve-mótið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær en íslenska liðið landaði þar bronsi. Hægt er að hlusta á spjallið í spilaranum hér að ofan.