Fyrrum enskur landsliðsmaður ræðir um Guðjón og indverska boltann
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Russell Osman lék á sínum tíma ellefu landsleiki fyrir England en þessi fyrrum leikmaður Ipswich, Leicester og Southampton starfar nú sem sparkspekingur í indverska sjónvarpinu. Þar fjallar hann um indversku Ofurdeildina og allt sem að henni snýr. Rætt var við Osman í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Augu íslenskra fótboltaáhugamanna hafa beinst frekar að indverska boltanum eftir að Guðjón Baldvinsson var lánaður í Kerala Blasters en þar leikur hann með Dimitar Berbatov.