Geta íslensk félagslið lært af Gnúpverjum?

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net hefur undanfarnar vikur fjallað mikið um markaðsmál í íslenskum fótbolta. í þættinum í dag var nýr vinkill, heyrt var í Mate Dalmay, formanni og þjálfara körfuboltaliðs Gnúpverja sem leika í 1. deild karla. Mate og hans menn hafa náð að skapa stórskemmtilega stemningu í kringum lið sitt með því að fara óhefðbundnar leiðir.