Gísli Eyjólfs og Davíð Kristján gera upp byrjun Blika á Íslandsmótinu
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Pepsi-deildin fer stórskemmtilega af stað og útlit fyrir hörkuspennandi mót. Í þessari jöfnu deild er Breiðablik á toppnum eftir sex umferðir. Fótbolti.net fékk Gísla Eyjólfsson og Davíð Kristján Ólafsson, leikmenn Blika, til að fara yfir byrjunina í útvarpsþættinum. Rætt var um hvern leik fyrir sig. Báðir hafa spilað gríðarlega vel í upphafi tímabils en Gísli er vafalaust einn af allra bestu leikmönnum deildarinnar. Elvar Geir, Benedikt Bóas og Tryggvi Guðmunds spjölluðu við þá Gísla og Davíð.