Guðmann: Ég og Heimir töluðum saman eins og menn

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

„Ég er gífurlega spenntur fyrir sumrinu með KA. Það var orðið þannig að ég var ekki inni í myndinni hjá Heimi (Guðjónsson) fyrir byrjunarliðssæti. Ég þarf að virða það, Heimir er góður þjálfari. Mér finnst ég vera það góður hafsent að ég eigi ekki að vera á bekknum neinsstaðar," sagði Guðmann Þórisson í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 97,7 nú rétt í þessu. Guðmann er kominn til KA á láni frá FH. KA á einnig forkaupsrétt á Guðmanni í haust.