Gummi Kristjáns og Davíð Þór - Fyrirliðinn er sem betur fer ekki á Twitter

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Guðmundur Kristjánsson og Davíð Þór Viðarsson, miðjumenn FH, voru brattir þegar þeir heimsóttu skrifstofu Fótbolta.net og ræddu við Elvar Geir Magnússon um komandi tímabil í Pepsi-deildinni. Guðmundur gekk í raðir FH í vetur eftir sex ára dvöl hjá Start í Noregi en Davíð er fyrirliði FH-liðsins og hefur verið einn allra öflugasti leikmaður íslenska boltans undanfarin ár.