Halló Akureyri - Rígur KA og Þórs lifir
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn var rætt við þjálfara Akureyrarliðanna Þórs og KA. Þórsarar hafa verið á flottu skriði í Inkasso-deildinni eftir erfiða byrjun og eru nú þremur stigum frá öðru sætinu. KA-menn fóru af stað í Pepsi-deildinni með miklum látum en stigasöfnunin hefur ekki verið eins góð upp á síðkastið og liðið er um miðja deild.