Heimavöllurinn - Áramótauppgjör

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Í síðasta þætti ársins af Heimavellinum stikla þáttastýrur á stóru og renna yfir fótboltaárið sem er að líða. Farið verður yfir hvað gerðist í deildum og bikar hér heima og eftirminnileg atvik rifjuð upp. Þá er litið yfir árangur landsliðanna okkar á árinu auk þess sem fjallað verður um atvinnukonurnar okkar.