Heimir Guðjóns: Mourinho lofað alvöru leikmönnum
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
„Mourinho hefur sýnt það að hann þarf ekki langan aðlögunartíma til að koma sínum hugmyndum á framfæri," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH. Heimir ræddi í útvarpsþættinum Fótbolti.net við Tómas Þór Þórðarson um ráðningu Manchester United á Jose Mourinho. Í gærmorgun var það opinberlega staðfest að sá portúgalski mun halda um stjórnartaumana á Old Trafford.