Hitað upp fyrir 17. umferð - Sérstaklega toppslaginn

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

17. umferð Pepsi-deildarinnar er leikin á næstu þremur dögum. Hitað var upp fyrir umferðina í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977. Sérstaklega var hitað upp fyrir leik Breiðabliks og Vals, toppslaginn, sem verður á mánudagskvöld. Elvar Geir ræddi við Benedikt Bóas, stuðningsmann Vals, og Hilmar Jökul, stuðningsmann Breiðabliks. Talað var um svekkjandi niðurstöðu í Evrópuleik Vals síðasta fimmtudag og sigur Breiðabliks gegn Víkingi Ólafsvík í undanúrslitum bikarsins. Þá var rætt um þá æsispennandi titilbaráttu sem framundan er.