Hjörtur Hermanns: Ekki að fela okkur á bak við afsakanir

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

„Það er náttúrulega bara spenningur í loftinu," sagði Hjörtur Hermannsson, fyrirliði U21 árs landsliðs Íslands, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net nú áðan. Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson ræddu við Hjört á hóteli U21-landsliðsins. Framundan er leikur gegn Úkraínu í undankeppni EM og þar er allt undir. Strákarnir í U21 landsliðinu geta með sigri gegn Úkraínu á þriðjudag tryggt sér sæti í lokakeppninni, sem fram fer í Póllandi, á næsta ári.