HM Innkastið - Lokað á hrokafulla Argentínumenn
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Innkastið þennan daginn var sent út frá rútunni sem flutti íslenska fjölmiðlamenn frá Spartak vellinum eftir 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu. Einn allra besti vinur Innkastsins, Haukur Harðarson á RÚV, spjallaði við Elvar og Magga. Fyrsti leikur Íslands á HM var krufinn. Maradona og Messi komu við sögu, hrokinn í Argentínumönnunum og frammistaða okkar manna var skoðuð. Hver ætlar að skrifa kvikmyndahandritið að myndinni um Hannes?