Hnökrar á myndbandsdómgæslu - En hún er komin til að vera
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Myndbandsdómgæslan er að ryðja sér til rúms í fótboltanum. Sitt sýnist hverjum en ljóst að tæknin er komin til að vera á efstu stigum íþróttarinnar. Þegar er farið að nota myndbandsdómgæslu í ítalska og þýska boltanum og tilraunir voru gerðar með fyrirkomulagið á HM félagsliða. Allt stefnir í að myndbandsdómgæsla verði notuð á HM í Rússlandi næsta sumar. Kristinn Jakobsson, formaður dómaranefndar KSÍ, ræddi um kosti og galla myndbandsdómgæslunnar í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.