Hringborðsumræða - Stærstu mál íslenska fótboltans
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, heimsótti útvarpsþáttinn Fótbolti.net á X977 og var rætt um helstu mál íslenska boltans, innan vallar sem utan. Þórir ræddi við Elvar Geir og Tómas Þór en meðal umræðuefna var: Viðar Örn Kjartansson leggur skóna á hilluna, fjárhagsmál íslenskra félaga, leikmannastefna, óboðlegur Laugardalsvöllur, ÍTF, komandi ársþing, möguleg mótframboð sem Guðni Bergs gæti fengið og lenging á Íslandsmótinu. Í klippunni hér að ofan er einnig viðtal við Þóri Guðjónsson, sem í gær gekk í raðir Breiðabliks frá Fjölni.