Hvað er í gangi hjá Real Madrid?
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Real Madrid er langt á eftir Barcelona í spænsku deildinni og ljóst að liðið á ekki möguleika á því að verja titil sinn. Lykilmenn hafa verið ósannfærandi og eftir blómlega byrjun þarf Zinedine Zidane að stýra Madrídingum út úr veseni. Það er þó ekki eintómt svartnætti hjá liðinu. Í Meistaradeildinni hefur liðið náð að sýna sínar bestu hliðar og mætir PSG í 16-liða úrslitum í næsta mánuði. Fjölmiðlamaðurinn Benedikt Valsson er mikill aðdáandi Real Madrid og hann mætti í útvarpsþáttinn Fótbolti.net til að ræða stöðu mála.