Hvaða 23 leikmenn fara með Frakklands?

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Íslenska landsliðið var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær eins og oft áður. Rætt var um hvaða 23 leikmenn verða í lokahópnum sem fer til Frakklands og litið á landsleikinn gegn Grikklandi sem var síðasta þriðjudag. Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson skoðuðu málin og spjölluðu einnig við Magnús Már Einarsson sem var á leiknum í Aþenu.