Inkasso-hringborðið - Rýnt í öll liðin og byrjun deildarinnar
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Inkasso-deildin er farin af stað og útlit fyrir skemmtilega og spennandi deild. Menn eru þó sammála um að færri gæðalið séu í deildinni en oft áður og ljóst að þau lið sem fara upp þurfa að styrkja sig verulega. Öll lið deildarinnar voru skoðuð og spáð í spilin í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag. Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson voru á sínum stað en með þeim voru Þorlákur Árnason og Magnús Már Einarsson.