Inkasso-umræða og Eyjó um skoðun sína á sameinuðu Breiðholti

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Inkasso-deildin var til umræðu í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 í dag. Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, ræddi gang mála í deildinni. Þá var rætt við leikmann Stjörnunnar, Eyjólf Héðinsson, um umræðu um sameiningu Leiknis og ÍR. Eyjólfur er uppalinn ÍR-ingur og er með sterkar skoðanir á sameiningarmálum í Breiðholti. Hann vill sjá félögin sameina knattspyrnudeildir sínar undir nafni Breiðholts.