Innkast frá Austurríki - Jón Daði og Viðar Örn gestir
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Íslenska landsliðið í fótbolta býr sig undir leiki gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni. Liðið er við æfingar í Austurríki, í fögrum fjallabæ sem heitir Schruns, og heldur svo yfir til Sviss á morgun. Elvar Geir Magnússon er í Austurríki og fékk sér sæti með Selfyssingunum Jóni Daða Böðvarssyni og Viðari Erni Kjartanssyni. Það var nóg að ræða við þá tvo, ekki bara um komandi landsliðsverkefni heldur einnig um félagsliðaferil þeirra. Viðar gekk á dögunum í raðir Rostov í Rússlandi.