Innkastið - 65% líkur á sæti á HM

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Ísland komst upp að hlið Króatíu á toppi riðilsins með 1-0 sigri í uppgjöri toppliðanna í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon skoraði eina markið undir lokin eftir hornspyrnu frá Gylfa Þór Sigurðssyni. Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, og Magnús Már Einarsson settust niður á Laugardalsvelli eftir leik og fóru yfir leikinn. Í þættinum.... Frábær varnarleikur Íslands, öxlin hans Harðar, likurnar á sæti á HM, betri blanda en malt og appelsín, Modric hvarf og var síðan afklæddur, stemningin í Laugardalnum, fjör í Finnlandi í september og margt fleira!