Innkastið - Blóraböggull skein skært á Anfield

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Þrátt fyrir markaleysi í Meistaradeildinni í kvöld var slatti af fjöri og útlit fyrir spennandi og skemmtilegan seinni leik milli Bayern München og Liverpool. Elvar Geir Magnússon og Daníel Geir Moritz tóku upp nýtt Evrópu-Innkast eftir leiki kvöldsins. Í þættinum var meðal annars rætt um blóraböggla í boltanum, stöðu Sarri, könnun um hvort Solskjær eða Pochettino yrði betri ráðning, óvinsælustu konu Ítalíu og fróðlegan konudag sem er framundan. Ölver í Glæsibæ býður upp á Innkastið.