Innkastið - Ensk sveifla í Meistaradeildinni
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Liverpool og Tottenham verða bæði í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar næsta mánudag. Eftir spennandi Evrópukvöld tóku Elvar og Daníel upp Evrópu-Innkast vikunnar. Riðlar Meistaradeildarinnar voru skoðaðir, rætt um síðustu helgi í ensku deildinni og Katar-ævintýri Heimis. Einnig var hitað upp fyrir Liverpool - Manchester United og reynt að stilla upp sameiginlegu liði úr hópum þessara félaga.