Innkastið - Geggjaður leikur framundan í Garðabæ

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

18. umferð Pepsi-deildar karla er að baki en umferðin var gerð upp í Innkastinu að vanda. Elvar Geir, Magnús Már og Gunni Birgis voru á sínum stað og hituðu meðal annars upp fyrir stórleik Stjörnunnar og Vals sem verður á miðvikudagskvöld. Meðal efnis: Mikilvægur sigur Fylkis, varnarsinnaðir Grindvíkingar, sanngjarn Stjörnusigur, Blikar að falla á prófum, varnarvandræði Fjölnis, Siggi Lár lætur til sín taka, KA missti unninn leik úr höndunum, KR með yfirburði gegn ÍBV, skyldusigur FH.