Innkastið - Hin fjögur ensku og fræknu

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Í Evrópu-Innkastinu að þessu sinni var dregið til gamans í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu! Fjögur ensk lið voru í pottinum en ekkert pláss var fyrir fulltrúa frá Þýskalandi. Í þættinum er rætt um Meistaradeildina, endurkomu Zidane, kaflaskil hjá Bayern og Real, Balotelli og fleira. Elvar Geir Magnússon og Daníel Geir Moritz sjá um Innkastið sem er í samvinnu við Ölver.