Innkastið - Hitnar í kolum og Conte á förum

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Elvar Geir Magnússon og Daníel Geir Moritz fengu góðan gest í Innkasti vikunnar. Jóhann Már Helgason, stuðningsmaður Chelsea, fór yfir öll helstu málin tengd félaginu. Er Conte vinsæll hjá stuðningsmönnum og hvenær yfirgefur hann félagið? Getur Chelsea slegið út Barcelona í Meistaradeildinni? Myndi Jóhann skipta út Eden Hazard fyrir Kevin De Bruyne í dag? Einnig voru aðrir leikir helgarinnar skoðaðir, þar á meðal tap Arsenal gegn Tottenham, tap Man United gegn Newcastle og flott frammistaða Firmino fyrir Liverpool.