Innkastið - Hrist upp eftir sjokk í landsleikjahléi
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Á að nýta þá landsleiki sem eftir eru á árinu í að hrista upp í landsliðshópnum? Elvar Geir, Magnús Már og Tryggvi Guðmundsson fengu sér sæti eftir 0-3 tapið gegn Belgíu á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland er að fara að falla úr Þjóðadeildinni og rætt var um hvort ekki ætti að nýta þá leiki sem eftir eru á árinu, tvo Þjóðadeildarleiki og tvo vináttulandsleiki, í að yngja upp í liðinu. Einnig var að sjálfsögðu talað um leikinn í kvöld og frammistöðu íslenska liðsins.