Innkastið - Leikmenn Arsenal leiddir fyrir dóm
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
Evrópu-Innkastið snýr aftur úr landsleikjafríi. Fjallað er um liðna fótboltahelgi að vanda þar sem enski boltinn er í algjöru aðalhlutverki. Elvar Geir Magnússon og Daníel Geir Moritz voru við hljóðnemana en Daníel, sem er stuðningsmaður Arsenal, fékk það verkefni að gefa leikmönnum Arsenal einkunnir fyrir frammistöðu sína það sem af er tímabili.