Innkastið - Liverpool gestur, Manchester ferð og Arsenal vesen

Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:

Það var víða komið við í Innkasti vikunnar. Daníel Geir Moritz blaðraði sig í gegnum veikindi en hann og Elvar fengu til sín góðan gest, Martin Sindra Rosenthal sem er stuðningsmaður Liverpool. Fjallað var um vandræðaganginn hjá Arsenal sem steinlá fyrir Manchester City í úrslitaleik deildabikarsins og ferð Elvars á leik Manchester United og Chelsea. Þá voru önnur tíðindi rædd og farið yfir tíu bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa ekki unnið titil.